Thursday, April 17, 2008

Bylgjan birtir:



Biggi Gunn gerði stuttan stopp hjá Hemma, en hann býr í Hollywood og gefur þar íslenskum perlum nýtt líf. Hlusta hér...

Friday, April 4, 2008

Fréttablaðið, 29. mar. 2008 05:00

Syngur íslensk lög á ensku

Vísir.is birtir:
Tónlistarmaðurinn Biggi Gunn, sem hefur verið búsettur í Kaliforníu í 25 ár, hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu, sem nefnist I Was Younger Then. Á plötunni syngur Biggi mestmegnis þekkt íslensk lög með enskum textum. Á meðal þeirra eru Lítill drengur og Bíddu pabbi, sem Vilhjálmur Vilhjálmsson gerði ódauðleg á sínum tíma, og Skólaball með Brimkló. Í ensku þýðingunni nefnast þau einfaldlega Little Boy, Daddy Don"t You Walk so Fast og School Dance.

„Ég er búinn að vera mikið í músík og fannst íslensk músík eiga það skilið að heyrast úti um allan heim," segir Biggi, eða Birgir Bergmann Gunnarsson. „Það er svo mikið af góðri músík hérna og „talentinn" á Íslandi er með eindæmum. Þessi lög eru fjársjóður og það þarf bara að setja góðan enskan texta við þau."
ópur mætra manna aðstoðaði Bigga við gerð plötunnar, þar á meðal Vilhjálmur Guðjónsson og æskufélagi hans úr Keflavík, Magnús Kjartansson. „Þeir héldu í mér trúnni um að ég gæti þetta. Það eru ekki til betri gæjar í þessum „bisness" en þeir."

Biggi starfar sem sjúkraþjálfari í Kaliforníu en auk þess hefur hann lært óperusöng og spilað með nokkrum hljómsveitum. Ein þeirra var band með Íslendingum búsettum í Los Angeles sem skartaði syni hans, Bergi Heiðari, Önnu Mjöll, Atla Örvarssyni og Gísla „Gis" Jóhannssyni. Biggi spilar á nokkrum tónleikum hér heima áður en hann fer út aftur. Í kvöld syngur hann með Furstunum á SÁÁ-balli, 4. apríl verður hann á Vínbarnum og kvöldið eftir spilar hann aftur með Furstunum á Ásláki.

Sunday, March 9, 2008

Biggi Gunn CD Launch




Biggi Gunn will be playing in Iceland in March to celebrate his new CD Launch. 
His new CD is out and will be for sale at Skífan and Bónus in Iceland.

Gigs are as follow:
March 29th at 
SÁÁ dance along with Furstarnir

5th of April
Áslákur Mosfellsbær
along with Furstarnir.